M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

12.02.2014 20:03

England 2014.


Jæja þá erum við komnir heim allir 9 frá Englandför Þverhausa 2014. Þótt mismiklir Þverhausar við séum þá bar hópnum saman um að einn væri meiri þverhaus en hinir, þá er það nú önnur saga sem mun vist birtast hér á síðuni. En gaman var á sýningni í Bristol og gaman að sjá stórglæsilegt safn Sammy Miller en kallinn á yfir 400 hjól í toppstandi að öllum gerðum stærðum og ártölum. Eins var gaman fyrir mig einan að fara upp í mitt England að kaupa varahluti í Hondu að sjálfsögðu, en það tók tíma og það of mikinn tíma fyrir tímalausann mann eins og mig enda kostaði það helling að sitja einn eftir í London og allir félagarnir farnir heim til Islands. En hvað gerir maður ekki fyrir HONDU ? Ég tók svolítið af myndum sem ég á eftir að koma með hér síðar en ekki mikið síðar samt en byrja á syrpu af Óla bruna sem sennilega var ekki alveg sáttur hvað það var lítið af Japönskum hjólum á sýningunum en hver verður bara að dæma fyrir sig um svip Óla yfir þessu öllu saman. Við skiptumst í tvö lið enda á tveimur bílum og byrjuðu þeir sem í hinum bílnum voru að nefna hópinn okkar Hringvöðvana. Ég sat ekki lengi á mér að svara fyrir okkar menn og gáfum við þeim nafnið Dick Heads (Skyldist vel í Englandi ) enda hárlitlir menn á höfðinu flestir hverjir og mynntu íllilega á önnur höfuð sem við berum jú vist allir, en það er önnur saga en byrjum á myndunum af Óla eins og fyrr sagði.Óli no 1.Óli no 2.Óli no 3.Óli no 4.Óli no 5.Og Óli no 6. Er virkilega enginn alvöru Honda hérna ? Sagði hann með þessum líka svipnum.


Eldra efni

Flettingar í dag: 931
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 239
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4891828
Samtals gestir: 645845
Tölur uppfærðar: 3.6.2020 19:39:46