M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

22.10.2013 15:04

Yamaha FJR1300 2013

Hérna fáið þið samantekt um FJR1300 og að sjálfsögðu frá Brunakallinum okkar.


Yamaha FJR 1300 árgerð 2013

 

Úr því lögreglan getur notað þetta hjól og tók það framyfir Harley Davidson þá hlítur FJRinn að vera gott hjól, jafnvel til að vinna á. Útlitið segir okkur að þarna er á ferðinni ferðahjól með stóru effi. Þessi týpa hjóla hafa verið framleidd af mörgum verksmiðjum í gegnum árin og þar má nefna t.d. BMW R100RT og K100RT, Kawasaki Concours ZG1000 og Yamaha FJ1000, öll þekkt hjól frá fyrri árum og ekki má gleyma Triumph Trophy 1200 sem kom nokkrum árum seinna, öll þekkt sem alveg ágæt ferðahjól. Þróun ferðahjóla hefur verið mjög mikil frá því ofangreind hjól komu fyrst á markað. FJR1300 hjólið kom fyrst á markað árið 2003 og þá þegar var það léttara en flest hin ferðahjólin, en að auki með vatnskælingu, beina innspýtingu og 1298 cc línumótor. Hjólið var knúið áfram með drifskafti og það var úr V-Max hjólinu. Hjólið kom þá þegar með hörðum töskum, bögglabera og rafmagnsframrúðu, sem hægt var að hækka eða lækka allt eftir aðstæðum. Bensíntankur tók um 25 ltr. af bensíni og hægt var að fá hjólið þarna í upphafi með ABS bremsum. Hjólið var valið Riders motorcycle of the year árið 2003. FJRinn hefur verið í stöðugri framþróun frá fyrsta árinu og árunum 2006 til 2008 voru gerðar miklar breytingar til batnaðar þá aðallega vegna hitavandamála mótors, bensíninngjafar (þekkt vandamál á hjólum með beina innspýtingu!) þannig að hún var ekki eins viðkvæm og betur útfært ABS bremsukerfi. Nú árið 2013 eru enn endurbætur þar sem hjólið er komið með Ride by wire (engin bensínbarki), cruise control= sjálfrennireiðsstilling, hægt að stilla afl til afturhjóls, átaksstýring á afturhjól við inngjög þannig að ökumaður eigi ekki á hættu að spóla hjólinu undan sér (traction control) nýtt head, nýtt mælaborð og gírkassi. Demparar eru stillanlegir og hefur fjöðrun verið endurbætt bæði aftan og framan. Hjólið sagt "höndla" vel og bremsur virki mjög vel, áseta er góð þó hjólið teljist frekar hátt í sæti. Það hefur líka verið "flikkað" uppá útlitið, en grunnur hjólisins er sá sami í raun, því afhverju að laga eitthvað sem virkar vel. Hjólið viktar um 663 lbs og er engin léttavara, en sagt mjög þægilegt í meðförum og þá sérstaklega þegar komið er á smá hraða (snillingar þessir blaðamenn að fatta svona).  Vindhlífar og framrúða skýla ökumanni ágætlega og hjólið er sagt með mjög sportlega eiginleika. Gallar jú alltaf hægt að finna eitthvað að, bent er á að það séu alltof mikið af stillingum á handföngum, geti truflað ökumann í akstri við að leita að réttri takka ! Allavega hjól sem hentar í nær allt, ferðahjól með töskum, sporthjól þegar það á við, lítið mál að taka með sér farþega, hvað vilja menn meira. Hjólablöð í USA gefa hjólinu allavega nær fulla stjörnugjöf þó hönnun teljist orðin nokkuð gömul.


Eins og sést er Yamminn sekúndur á kvartmílunni !

Eldra efni

Flettingar í dag: 60
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 4798665
Samtals gestir: 629041
Tölur uppfærðar: 23.1.2020 08:36:21