M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

23.07.2013 09:03

Æskuástir.
Hér er Steini Tótu á 750 Honduni sinni þeirri sömu og hann fór á norður árið 1976 svo það eru komin heil þrjátíu og sjö ár síðan hann fór fyrst á hana. En það merkilega við Gúra er að þótt liðin séu 37 ár síðan þá hefur hann ekkert elst nema svona um ca korter eða svo að innan.Hér er Biggi við sína æskuást Triumph Bonneville hjólið sem hann eignaðist 16 ára gamall og kúlurnar rétt að smella niður í pokann.Hér er gamli á Æskuástini sinni sem hann fór á norður. Þótt gamli hafi verið smá stirður eftir ferðina þá blés æskuástin ekki úr nös og heimtaði bara meira eins og alvöru stóðmeri.Biddi Ring á Akureyri átti fund með sinni æskuást en hann eignaðist svona 900 Kawasaki nýtt árið 1973 og var ekki laust við glampa í augunum þegar hann hitti beibuna aftur.Freyr Atla hitti einig ástina sína en hún var orðin lúin blessuð eftir að hafa farið frá honum út á tún og ekki verið strokið lengi hann hefur greinilega sinnt henni lítið undanfarna áratugi.
Flettingar í dag: 94
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1347
Gestir í gær: 154
Samtals flettingar: 4748292
Samtals gestir: 620760
Tölur uppfærðar: 12.11.2019 03:24:21