M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

26.04.2013 09:30

Fundurinn í gær.


Við Drullusokkar höfum verið að hittast í vetur á fimtudagskvöldum og slá á létta strengi bulla töluvert og bíða sumarsins sem nú er loks að bresta á. Það var góð mæting í gær og voru 3 gestir ofan af Norðurey á svæðinu. Það var aðeins spáð í væntanlegar ferðir okkar en sú stærðsta í ár verður hringferð með helgarstoppi á hjóladögum á Akureyri í júlí næstkomandi. Einig var Jóa Danska gerð góð skil enda litríkur karakter með eindæmum en vonandi verður þetta okkur öllum gott hjólasumar.Hér eru svo myndir sem ég tók í gær.Hér er hópurinn sem mætti í gær.Verðum við ekki að hafa eina mynd af Kawanum hans Dadda með en hann ætlar að kenna formanninum að þrífa mótorhjól af hippagerð.

Eldra efni

Flettingar í dag: 161
Gestir í dag: 82
Flettingar í gær: 2764
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 4797160
Samtals gestir: 628655
Tölur uppfærðar: 17.1.2020 12:42:10