M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

31.03.2013 09:00

Kvartmílan.

Hér má sjá mótorhjólareglurnar frá MSÍ .
Daddi og Grétar eru klárir þrátt fyrir perustefnin sem þeir átu á sig í vetur, ég hef trú á að Hörður og Björgvin myndu láta sjá sig, þá erum við komnir með nokkrar race græjur. Það er um að gera að ná nokkrum hjólum í hippaflokk eða F-flokkinn, það er keppt í öllu og ef maður er með sambærilega græju til að keppa við þá er bara gaman. Það eru nú nokkrir á V-max, V-rod (Street-Rod), allavega tvær Hayabusur,
ZX12R, ZX14R, Oldwing o.m.f.l. Og ef menn hafa ekki áhuga á að prófa að keyra er um að gera að slást í hópinn með Hermanni og horfa á og finna gúmmílyktina. Það er alveg hægt að hafa gaman af svona hópferð held ég.


Myndirnar eru teknir af  þessari stórglæsilegu síðu B&B Kristinsson bræðrana.

Eldra efni

Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 678
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 5179669
Samtals gestir: 670495
Tölur uppfærðar: 26.1.2021 04:54:23