M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

21.02.2013 15:52

ATH spennandi kynning fyrir áhugasama.Horn í horn á sex dögum - Kynning og myndasýning

Í sumar sem leið fór hópur eyjapeyja (og nokkurra Bingóbjössa) á götuskráðum torfæruhjólum þvert yfir Ísland. Ástæðan var kannski engin og hvað þá tilgangurinn, nema kannski að hafa gert þetta. Því er þó ekki að neita að mönnum þótti spennandi tilhugsun míga framan af bjargbrúninni að Fonti á Langanesi og þótti það ágætis viðmið til að stefna að. Sigurjón Andrésson skipulagði ferðina sem tók sex daga og hófst 24.júlí sl. Hópurinn ók þvert yfir landið frá vestasta oddi Reykjaness að austasta odda á Langanesi en eknir 1.100 km leið um krefjandi og skemmtilega vegslóða í ævintýralegu umhverfi.

Á kynningunni mun Sigurjón Andrésson meðlimur í Fyrirmyndarbílstjórafélaginu segja frá aðdraganda ferðarinnar, undirbúningi, sýna myndir og segja sögur frá ferðinni sjálfri.

Kynningin verður föstudaginn 22. febrúar klukkan 20:00 í Svölukoti að Strandvegi 95 í Vestmannaeyjum og eru allir velkomnir.Gaman að þessu, um að gera að kíkja fyrir okkur sem erum með smá drullumallaradellu.


Eldra efni

Flettingar í dag: 518
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 5290231
Samtals gestir: 680289
Tölur uppfærðar: 17.4.2021 17:48:09