M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

02.01.2013 20:11

Nýárskeyrsla Háaskálamanna

Kl. 13:00 á nýársdag hittust þeir meðlimir í Háaskála sem voru þokkalega ökuhæfir og tóku á hjólunum í mildum enduroakstri hringinn í kringum flugbrautina í hinu svo kallaða Girðingarenduroi. Það var gaman að fylgjast með enduroplebbunum sem stóðu sig flestir vel miðað við dagsetningu, og ekki laust við að drullumallaradellan hafi blossað upp hjá undirrituðum.
Hér eru nokkrar myndir af gjörningnum.

Hluti af hópnum sem mætti.

Nýja Husqvarna hjólið hjá Svavari í Þór og Svavar í Þór, vægast sagt helnett græja.

Sævar Ben á Exxon Valdez.

Jón Gísli á GasGas300.

Skarpi mætti helillur á Kawanum, og Hannes á eftir honum á ringdingaranum.

Rúnar Bigga Sím, eldsprækur að lokinni keyrslu.

Fleiri myndir hér

Eldra efni

Flettingar í dag: 109
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 4936652
Samtals gestir: 647961
Tölur uppfærðar: 2.7.2020 04:58:02