M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

26.11.2012 18:06

Norton breitt í Hondu.
Sæll Virðulegi Nr. 1,

Ætla að byrja á því að óska þér til hamingju með nýju Bretasíðuna/Drullusokkar.is mikið gaman að sjá þessar flottu myndir af alvöru hjólum !!! Keep up the good work !!! Sendi hér í viðhengi
mynd af eyja Norton þ.e.a.s mynd rétt áður en hann var endanlega rifinn !!! Hann verður vonandi komin saman fyrir næsta sumar, svo hann komist hugsanlega á Bretasíðuna, maður maður maður
er jafnvel farin að sakna Hondu mynda, jú reyndar sá maður eina alveg nýja til landsins/eyja, flott að sjá og þú vildir gera hana græna !! Vona að brúðkaupsdagar séu enn í gangi, hafðu það gott
og farðu varlega.

kv. Óli


Fengum þessa mynd senda áðan og textan sem er hér fyrir ofan. En Þarna er gamli Nortoninn hans Gilla eins og hann lítur út í dag hjá Óla bruna. Óli tjáði mér að hans hugur stæði til að breita gripnum alveg frá A til Ö í alvöru mótorhjól. Og óskar hann hér með eftir stelli og mótor úr Hondu CB 750 ásamt mun meira gramsi úr þannig hjóli. Það er því aldrei að vita nema kallinum takist að búa til alvöru MÓTORHJÓL úr þessu og Nortonin verði bara fínn næsta sumar en hann passar að nota ljósaperurnar úr Nortoninum (Það er þær sem eru enn heilar ) svo þetta verði nú gamla hjólið áfram. Kep on the good work Óli Fire.

Viljum endilega minna félaga í Drllusokkunum að senda okkur myndir ef þið eruð eitthvað að bralla í hjólunum í skúrnum yfir veturinn.Eldra efni

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1048
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 4977793
Samtals gestir: 652324
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 09:05:51