M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

21.11.2012 19:36

Meira frá Svenna


Einar Sigþórs við 1100 Súkkuna sína, ætli þetta sé ekki frumburðurinn Ágúst Sævar með honum á myndinni. Fjólubláa strípan á hjólinu var custom made fyrir kjellinn hjá Darra í Bragganum á sínum tíma.

Gísli Gísla og Vfr-inn sem hann átti. Þennan Vfr áttu einnig Gilli Úra og Gummi Páls.

Rúnar Birgis að dudda í RX Kawanum, mér skilst að Rúnar hafi lítið hjólað á þessari græju þar sem mótorinn bræddi vanalega úr sér eftir nokkra mínútna notkun.

Jón Steinar og 900 Ninjan sem hann átti. Darri átti það nýtt, svo Jón Steinar bróðir hans, næst Oddgeir Úra svo fór það frá eyjum í nokkur ár og í dag á ég þessa græju.

Meira síðar.

Eldra efni

Flettingar í dag: 212
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 4797659
Samtals gestir: 628816
Tölur uppfærðar: 19.1.2020 21:42:30