M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

30.09.2012 18:13

Fallinn félagi
Laust eftir miðnætti í gærkvöldi kvaddi Gylfi Úranusson # 14 þennan heim eftir um tveggja ára harða og hetjulega baráttu við krabbamein.
Gylfi var einn af frumkvöðlum mótorhjólamenningarinnar hér í Eyjum, og þótti honum bresku hjólin alltaf mest spennandi og átti hann þónokkra virkilega flotta breta í gegnum tíðina. Gylfi var mjög virkur í okkar félagsskap og lét sig sjaldan vanta á hittinga og uppákomur. Hans félagsskaps og mikla fróðleiks um bresku hjólin verður sárt saknað, það hefur líka verið tómlegt í kaffitímunum í Bragganum eftir að Gylfi hætti að geta mætt.
Pella, Skúli, Oddgeir, fjöldskylda og vinir Gylfa, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum.

Stjórn Drullusokka.

Eldra efni

Flettingar í dag: 558
Gestir í dag: 93
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 5290271
Samtals gestir: 680289
Tölur uppfærðar: 17.4.2021 18:11:16