M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.06.2012 22:00

Binni Ben Erzberg-fari.


Hér eru Binni og Hermann að sýna hið klassíska kúkaprjón


Binni Ben lét heldur betur drauminn rætast. Hann skráði sig í vetur í enduro keppni í Austurríki nánar tiltekið Erzberg-rodeo ,þessi keppni er talin erfiðasta enduro keppni heims og ef keppanda listinn er skoðaður sjást þó nokkur heimsþekkt nöfn s.s David Knight, Dougi Lampkin, Graham Jarvis, Xavi Galindo, Paul Bolton og Binni Ben.Á svæðinu eru svo á milli 45-50.000 manns.
Keppnin er í fjóra daga og kláraðist í dag.
Binni sendi hjólið sitt sem er af gerðinni GasGas 300 (og hefur hlotið nafnið Hermann) út með Eimskip og flaug sjálfur ásamt Jóni Högna liðsstjóra og viðgerðarmanni til Þýskalands þar sem tekinn var sendibíll á leigu, hjólið pikkað upp og brunað til Austurríkis þar sem keppnin hófst á fimmtudaginn með brekkuklifri, þrjár illfærar brekkur voru þrautir dagsins þar sem Vestannaeyjingurinn þaut upp þær allar og endaði nr ca. 250 af 500 keppendum. Á föstu-og laugardaginn fóru fram tímatökur þar sem 1500 manns keppast um að ná sem bestum tímum því að aðeins 500 manns komast svo í lokakeppnina á sunnudeginum, keyrður var þá 13 km kafli og þar náði Binni markmiði sínu þ.e.a.s. að komast í lokakeppnina, hann var nr. 499 af 1500 en eins og áður sagði þá komust fyrstu 500 í lokakeppnina sem haldin var í dag.

Hermann klár í ferðalagið (mynd tekin af http://erzberg.blogspot.com/2012_05_01_archive.html)

Sú keppni er keyrð í 4 klst. og reyna menn að komast á leiðarenda á þeim tíma sem er alls ekki sjálfsagður hlutur, þess má geta að aðeins 9 manns kláruðu brautina í fyrra. Keppnin var reyndar flautuð af þegar að um 25 mín. voru eftir af henni í dag vegna veðurskilrða.En Binni kláraði í 371. sæti sem verður bara að teljast frábær árangur. Þetta gekk nú ekki alveg áfallalaust fyrir sig þar sem hjólinu var stolið á föstudagskvöldinu, en eftir dágóða leit með hjálp öryggisvarða og lögreglu fannst Hermann greyjið nánast óskemmdur og þjófurinn handtekinn. En Binni náði ekki nema 4.tíma svefni þá nóttina.
Við Drullusokkar óskum Binna til hamingju með drulluflottan árangur í drullumallarakeppninni.

Hér er svo samantektarvideo frá keppninni í fyrra.


Flettingar í dag: 146
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 1011
Gestir í gær: 435
Samtals flettingar: 846750
Samtals gestir: 60009
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 02:43:38