M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.06.2012 09:07

Sum hjól eru óheppin með eiganda.


Árið 1982 voru flutt inn til landsins tvö Suzuki Katana 1100 hjól sem bæði áttu sögu hér í Eyjum. Adólf Adólfsson (Dolla Pípara) átti eitt og Gummi Rikka í Ási átti eitt um tíma. Þessar Súkkur voru tímamótahjól hvað útlit varðaði og sitt síndst hverjum um útlitið á þeim, en þetta voru samt ein alöflugustu hjól landsins á sínum tíma.
Ég rakst á annað af þessum 1100 Katana hjólum niður á Eyrabakka um daginn og segja myndirnar allt sem segja þarf.






Hér eru tvær myndir af Suzuki Katana 1100 árg 1982 eða eins og hjólin litu út í upphafi.



Hér standa Gunni og Kollþrykktur við Katana Súkkuna sem sanarlega má muna fífil sinn fegri



Já veðurbarin er hún blesunnin.



Það má koma fram hér að hin Katana Súkkan er í fínu standi boruð út í tólfhundruð og eitthvað og lítur bara þokkalega út.
Flettingar í dag: 319
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 1437
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 788768
Samtals gestir: 55917
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 05:45:49