M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

26.05.2012 12:07

Frá skoðunardeginum 2012


Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók á skoðunardegi mótorhjóla í Vestmannaeyjum árið 2012.Það var ekki eins góð mæting og var í fyrra en samt gaman og voru skoðuð hátt í 100 hjól. Mönnum bar öllum saman um að pylsurnar hafi smakkast enn betur en í fyrra enda grillmeistari enginn annar en Jenni Rauði # 7 og grillaði hann ekki bara ofan í mannfólkið því ferfættlingarnir í nágreninu nutu góðs af grillinu hjá Jenna.

Simmi í Betel á Harley hjóli sínu.
Svenni # 222 mætti þarna á Hondu sinni.Gétar Már á stoltur eigandi að Randafluguni.Óli G mætti með konuhjólið Suzuki Savage 650.Smári skurðlæknir mætti með Sportster Harleyinn sinn og spændi í sig pulsum í leiðini enda góðar frá Jennanum.Og Björgvin Björgvins á 1100 gpz Kawanum sem hann hefur átt frá árinu 1982.Og Óli Venna þarna á öðru af hjólum sínum. Hvernig er þetta með hann Óla hann eldist bara ekkert eins og við hinir kallinn er alltaf eins og peyji sama hvað áratugunum fjölgar.
 

 


Eldra efni

Flettingar í dag: 666
Gestir í dag: 133
Flettingar í gær: 955
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 5047162
Samtals gestir: 657128
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 17:11:05