M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.04.2012 19:56

Annar í páskum

Það var frábært veður í dag, kominn smá sumarfílingur í menn. Það voru þrælmörg hjól á ferðinni og flest hjólin áttu það sameiginlegt að vera ólík, þ.e.a.s. að hjólaflóran hér í bænum er mjög fjölbreitt.





Þarna eru ein-tómir bretar og Óskar á spjalli.

Siggi Óli og Oddgeir í V-Max-tjúnn pælingum.

Geiri á 900 Grillhús á þetta vígalega Victory 2008.

Þetta hjól fékk nýjan eiganda um páskana, Halldór Ingi Guðna keypti það af Binna Gísla. Hjólið er 20 ára gamalt og Halldór er 5. eigandi, hjólið hefur alla tíð verið hér í Eyjum og verður það greinilega e-ð áfram.

Ég kíkti við hjá Halldóri í dag en hann var ekki heima, þannig að ég smellti mynd af hans aðal áhugamálum sem stóðu á hlaðinu.
Flettingar í dag: 1437
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 1387
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 826641
Samtals gestir: 57790
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 17:06:16