M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

13.02.2012 17:09

Andlát félaga # 216


Látinn er félagi Páll Arnar Georgson ( Palli Stanley) Páll varð bráðkvaddur í gær þann 12,02. langt fyrir aldur fram en hann var 53 ára að aldri, Palli var einn af okkar alhörðustu hjólamönnum og hlakkaði mikið til sumarsins og hafði á oft á orði að nú væri Evrópuferð í farvatninu og talaði oft um það er við hittumst, Það verður skrítið að renna niður í skýli og hitta hann ekki þar fyrir oftast sitjandi úti á bekk og ræða málin enda hafði hann alltaf frá einhverju að segja og svo að taka góðan rúnt á eftir.
Við félagar hans í Drullusokkunum viljum senda aðstandendum Páls A Georgssonar okkar dýpstu samúðarkveðjur á þessum erfiða tímapúnkti.


Páll Arnar Georgsson  á Honda 1300 hjóli sínu.

Eldra efni

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1048
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 4977793
Samtals gestir: 652324
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 09:05:51