M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.02.2012 13:22

Ducati Diavel

Ducati Diavel kom á markaðinn á síðasta ári og er mjög  athyglisvert hjól. Þetta hjól bræðir saman línur sporthjóls og cruiserhjóls í skemmtilega blöndu og er með mjög sérstakt útlit. Þetta er semi-naked hjól með hlífum yfir hluta vélar.

Mótorinn er V-2 með  1198 cc slagrými og þjöppuhlutfalli  11,5:1 sem skilar 162 hö og togi uppá 127 Nm og  sagt er það geti skilað hjólinu frá 0-100km/klst á 2,6 sek!  Sem er á við það besta hjá sporthjólum.

Hjólið er með Brembo bremsur og er útbúið með Traction control (sem hægt er að slökkva á) Það er hægt  að velja um þrjár aksturstillingar : Sport, touring og Urban.

Ducati Diavel er sagt vera í sama undirflokki flokki og V-max, V-rod, Suzuki Boulevard og fleiri Muscle cruiser hjól, en það sem skilur á milli er að Ducati er léttara hjól með frábæra aksturseiginleika og það vegur aðeins í kringum 240kg!

Verðið er í kringum 17.000 USD og Carbon útgáfan í kringum  20.000USD.

Nú er bara að sjá hver verður fyrstur Drullusokka til að kaupa svona græju!






Flettingar í dag: 564
Gestir í dag: 123
Flettingar í gær: 1422
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 843421
Samtals gestir: 59008
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 16:37:09