M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.02.2012 09:40

Suzuki TS 125 cc árg 1973


Hér eru nokkrar myndir af fyrsta Mótorhjólinu  mínu að visu ekki sama hjólið en eins er það.



Já svona var mitt fyrsta hjól eftir að Skellinöðrutímabilinu lauk. Hjólið verslaði ég hjá Ólafi Kr Sigurðssyni  sem hafði umboðið fyrir Suzuki hjól á Islandi jafnframt því að selja pílurúllugluggatjöld á Suðurlandsbraut 6. Innan um allar gardínurnar voru  nokkur ný hjól til sölu tvær 125 Súkkur tvær 250 Súkkur ein 380 götugræja og svo fjórar bláar TS 400 Súkkur sem mig langaði nátturulega mest í en ég átti bara ekki aur og gat ekki fengið aur Pabbi sagði fáðu þér vinnu  ég nennti ekki að vinna og úkoman var 125 Súkka sem ég átti svo bara fram á sumarið 1974 en hjólið eignaðist ég í des árið 1973.Sem sagt um vorið fór ég heim til eyja með Súkkuna Gummi Dolla flutti hana með bátnum Magnúsi Magnússyni VE 112 ,Hér var nóg að gera eftir gosið og óx manni fiskur um hrygg svo um munaði seldi 125 fljótlega og stækkaði gripinn um helming því næst var það 250 Súkka mun öflugri græja sem virkaði samt ekki rassgat en nánar að því síðar.





 Bæði hjólið og liturinn er eins og var á Sukkuni minni.



Hér er svo ein blá en það kom engin svoleiðis til landsins
Flettingar í dag: 297
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 1422
Gestir í gær: 66
Samtals flettingar: 843154
Samtals gestir: 58925
Tölur uppfærðar: 5.5.2024 10:51:12