M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.11.2011 08:52

Einn sem flokka mátti sem Mótorhjólavilling í den


Já það var ekki bara hér í Eyjum sem strákar voru kaldir í hjólamenskuni hér á árum áður einn er sá gutti í Reykjavík sem gékk lengra og kanski mun lengra en margir aðrir í að taka alskonar sénsa ( Og komst upp með það ) en það er Viggó Guðmundsson sem átt hefur mörg hjólin í gegnum tíðina og á reyndar enn þann dag í dag mörg mótorhjól. Ýmislegt reyndi Viggó sem aðrir strákar létu sér ekki einu sinni detta í hug að reyna. Hér eru þrjár myndir af Viggó á bernsku árum Japönsku hjólana á Islandi.



Hér er Viggó á fyrstu gerð Honda 50 sem var af árg 1963 og hétu C 110. Þarna er Viggó ungur strákur en strax farinn að prjóna í flokki 1 það er svokallað kúkaprjón vegna þess að ökumaður er með lappirnar niðri á jörðini. Nú er það stóra spurningin ættli þetta sé ekki eitt af allra fyrstu prjónunum á Islandi ? Jú ekki gátu þeir prjónað á KK og NSU af neinu viti með petalana í löppunum.



Hér er kallinn orðin eldri og kominn á Hondu C 77 sem voru 305 cc já það mátti bjóða þessum Hondum ýmislegt eins og sjá má á þessari mynd græjan bókstaflega á kafi en sullast þetta samt áfram.



Hér er svo Viggó kominn á enn stærri græju og er hér í háloftunum á 1967 árgerðini af Hondu CB 450 Black Bomber græju sem þarna voru stærðstu mótorhjólin sem Honda framleiddi
Flettingar í dag: 780
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824597
Samtals gestir: 57680
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 14:07:00