M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

26.10.2011 20:51

Bræðurnir Biggi og Stebbi JónssynirHér eru gamlar myndir sem ég tók af þeim bræðrum Bigga # 5 og Stebba # 13 þeir bræður báðir eru samofnir mótorhjólabakteríuni hér í Eyjum en saman hafa þeir verið hjólarar í hátt í 80 ár það er bara tíminn sem flýgur svona hratt þeir báðir eru enn hjólandi og vel virkir í Drullusokkunum enda ungir menn í anda eins og pabbi þeirra Jón Þórðarson sem enn er einig ungur í anda orðin nýræður og bara flottur.Báðir þeir bræður tilheyra hinum Breska armi mótorhjólana hér þó Biggi sé nú harðari í Bretunum samt hefur hann mildast smá í gegnum áratugina enda sannaðist það þegar hann verslaði sér Italskan Ducati á dögunum. Stefán á enn Triumph hjólið og er búinn að eiga það síðan árið 1968 en þá verslaði hann það af Guðmundi Tegeder sem nú er nýlátinn.Stebbi á einig Suzuki GSXR 1100 hjól af árg 1990 og svo Harley Davidsson V Road af árg 2003.Mikið leit maður nú upp til þessara gaura þegar maður var gutti á Honda 50. Þessar myndir eru teknar árið 1987 og má sjá litla strákinn sem er þarna til hægri en þetta er Siggi Árni # 6. Hann er fæddur árið 1984 og er því þarna 3 ára gamall.Eins og sjá má á þessari mynd að þá eru hjólin þeirra bræðra í topp hirðu og hafa alla tíð verið enda til fyrirmyndar í alla staði.Við þessir strákar hér þurftum að vinna hörðum höndum fyrir hjólunum okkar og bárum þar að leiðandi virðingu fyrir þessum hlutum sem við þurftum að hafa svona mikið fyrir til að eignast.

Eldra efni

Flettingar í dag: 179
Gestir í dag: 45
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 4863322
Samtals gestir: 640655
Tölur uppfærðar: 8.4.2020 22:06:48