M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

25.10.2011 22:48

Honda ValKyrie Rune 2004

Hér er smá umfjöllun um Rune Honduna sem var reyndar bara í boði árið 2004, og frekar fá hjól framleidd eða 3940 stk. og aðeins fyrir ameríku markað. Það hafa nú nokkrar svona Hondur rápað til Íslands, en engin til eyja, ekki enn.
Hjólið er með 6 cyl. 1836cc vél (úr GoldWing), 119,78 hö/5500sn./min, 169,5Nm/4000sn./min., drifskaft, vatnskælt,  380kg með vökvum, 0,23 hö/kg, bensíntankurinn tekur 23,5l.
Hönnun hjólsins er mjög óvenjuleg og minnir kannski helst á HotRod bíl, hönnunarvinnan tók 6 ár. Útlitshönnunin átti að vera öðruvísi en allt annað á markaðnum, hjólið átti að hafa þetta custom lúkk sem að það sannarlega hefur. En Honda menn segja að það að teikna hjólið hafi verið barnaleikur miðað við það sem tók við næst, því að þetta hjól varð að standast allar reglugerðir og mengunarkröfur, vera gott og þægilegt aksturshjól eins og aðrir fjöldaframleiddir krúserar. Það er e-ð sem custom sjoppurnar úti í heimi hafa aldrei þurft að spá í. Á endanum varð þetta merkilega hjól til, sem hefur djarft og flott útlit og góða aksturseiginleika.




Hér er svo skemmtilega hallærissleg auglýsing
Flettingar í dag: 803
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 1387
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 826007
Samtals gestir: 57763
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 10:04:03