M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

23.10.2011 13:35

Töffari á GSXR 1100


Hér koma tvær myndir sem ég tók sumarið 1991 af Sigurjóni Andréssyni á splunku nýrri 1100 Súkku sem hann átti að vísu ekki lengi en í dag er hann greyfi hjá einu tryggingarfélaginu og passar upp á aurana þeirra svo vondi kallinn komi ekki og taki þá. En ég er ekki að tala um að vondi kallinn sé Finnur Ingólfsson síður en svo það er litli maðurinn sem er bófinn.



Þessi 1100 Súkka var virkilega fallegt hjól og litasamsentningin í því sú alflottasta sem gerðist á þessum árum.



Sigurjón seldi hjólið til Reykjavíkur sennilega árið 1992 og sá ég það ári síðar og brá enda leit það orðið út eins og gamall garmur eins og það var nú flott þegar það var hér.
Flettingar í dag: 443
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 1308
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 823278
Samtals gestir: 57564
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 09:24:23