M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

13.07.2011 21:01

Gamlar myndir úr safni Daða Sigurðssonar


Hér eru nokkrar myndir úr safni Daða heitins Sigurðssonar eins mesta hjólamanns okkar hér á árum áður, þessar myndir sendi mér Njáll Gunnlaugsson og kann ég honum bestu þakkir fyrir.



Hér er ein frá árinu 1971 en þá fóru nokkrir Mótorhjólastrákar norður á Akureyri á 17 júní,
Þarna má sjá aðra af rauðu 750 Hondunum sem komu þetta ár en þarna á hjólið Viggó Guðmundsson við hliðina á 750 Honduni stendur 500 Súkkan hans Daða og fyrir aftan hana er Svört 450 Honda Black Bomber árg 1967 en þetta hjól átti Jón Sigurðsson, einig sést þarna 305 Honda C77 en ég er ekki klár á því hver átti hana.
Myndin er tekin fyrir utan Hótel Fornahvamm sem stóð í Norðurárdalnum áður en lagt er í hann upp á Holtavörðuheiði.




Hér er ein sem tekin er á Akureyri  í sömu ferð og má sjá 500 Kawasaki H1 árg 1971 og er  eigandinn Kristján Hálfdánarsson á hjólinu en hann átti heima í Kópavogi. Einig má sjá ungan Akureyrar gutta á Hondu Míni Trail 50 cc



Hér er Honda cb 350 og held ég að strákurinn heiti Einar sem er á hjólinu.



Hér er svo T 500 Suzuki hjólið hans Daða á tjaldstæðinu á Akureyri en Súkkan var af árg 1970. Við komum með meira síðar af þessum gullmolum fortíðarinar úr mótorhjólasöguni.
Flettingar í dag: 381
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 1308
Gestir í gær: 108
Samtals flettingar: 823216
Samtals gestir: 57560
Tölur uppfærðar: 18.4.2024 08:18:30