M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

16.06.2011 11:09

Slátur af cb 750 breitt í hjól
Það var árið 1999 að ég komst yfir þetta slátur úr tveimur 750 Hondum af árg 1976 önnur hafði verið seld í kössum á milli manna og í árana rás búið að tína hátt í helmingnum úr henni,hin hafði brunnið upp við Rauðavatn um 1990 og var vægast sagt illa farin það hafði einhver gutti komist í hjólið og átti vinurinn járnsög sem hann notaði óspart á hjólið og var ætlunin að breita hjólinu í rottuhjól en það hafði bara ekkert verið gert meira en að saga grindina í tættlur.Það var strax farið í að búa til mótorhjól úr þessu gramsi allt sorterað og það hirt sem mögulega var hægt að nota og svo var Ebay notað alveg óspart.Gamli fílaði sig í tætlur þegar að hann sá hjól fæðast út úr þessu gúmolaði það var mikið pússað blásið slípað og snuddað áður en árangurinn sást af vinnuni og veskið léttist líka.Hér er svo árangurinn eitt stykki Honda cb 750 af árg 1976 hjólið er í fínu standi og virkar bara þræl vel.Það er hægt að labba bara inn í umboð og versla hjól það er lítið mál en svona er ekki auðvelt að versla í dag í topp standi en það er hægt að búa svona til ef maður hefur smá grunn til að byggja á

Eldra efni

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1048
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 4977793
Samtals gestir: 652324
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 09:05:51