M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

23.05.2011 11:25

Á Selfossi árið 1968
Hér eru myndir frá Bigga Jóns úr safni Sverris bróður hans sem teknar voru á Selfossi árið 1968, þarna eru fremst splunkunýtt BSA Ligthning 650 sem Ágúst Guðmundsson í Rvk átti siðan er það Matchless 500 árg 46 en þarna átti hjólið Stebbi Jóns síðan sést Harley Davidson 1200 cc Panhedd árg sennilega 1955 en þetta hjól átti strákur sem Eiríkur hét  eða heitir en hann flutti með hjólið til Svíþjóðar, og næst er Triumph Bonneville sem Sverrir Jónsson átti, í endan er Yamaha 90 cc, árg 1967 eitt af þeim allra fyrstu sem komu til landsins en Kristján Jens Kristjánsson heitir sá er það átti.Hér er önnur mynd frá Selfossi en á þessum árum voru bræðurnir Sverrir og Stefán að læra bifvélavirkjun hjá Kaupfélags bílaverkstæðinu.Hér mátar Beggi í Sölvholti BSA hjólið en seinna þetta ár keypti hann svo eina 650 Triumph Trophy hjólið sem kom til landsins en það var af árgerð 1968, flest þessara hjóla eru enn til í dag og það í flottu standi þótt liðin séu 43 ár síðan myndatakan fór fram. Þarna má sjá Ágúst Guðmundsson BSA mann krjúpandi og Stebbi Jóns boginn að honum  og einnig Sverrir sem stendur fyrir aftan Bísuna. Í dag er BSA hjólið sem nýtt og er það á Selfossi ásamt Triumph hjólinu hans Begga sem er þá komið heim aftur.

Eldra efni

Flettingar í dag: 1989
Gestir í dag: 78
Flettingar í gær: 620
Gestir í gær: 101
Samtals flettingar: 5388000
Samtals gestir: 688063
Tölur uppfærðar: 18.6.2021 17:14:43