M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

30.03.2011 09:21

Tveir Matclessar í einu.
Hann er grimmur þarna Matclessinn á Matchlessinum ,en maðurinn er Árni Marz Friðgeirsson frá Kalmarstjörn hér í bæ. Árni hefur alla tíð verið stór og mikill rumur nauthraustur andskoti en samt með óvenju gott hjartalag og er raunar ljúfur sem lamb við þá sem hann þekkja en þegar hann hvæsir Þá drynur í fjöllunum.Árni Marz er oftast kallaður Matchlessinn og er því vel við hæfi að mynda kappann á Matchless,En Árni er bróðursonur Jóa Danska sem var frægur aflraunamaður á yngri árum.
Flettingar í dag: 172
Gestir í dag: 35
Flettingar í gær: 524
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 4662137
Samtals gestir: 614059
Tölur uppfærðar: 16.9.2019 04:26:01