M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

01.03.2011 19:04

Smá upprifjun svona til að halda síðuni lifandi.




Skelli hér inn nokkrum gömlum myndum hér er Siggi Óli # 69 á Suzuki GSXR 1100 hjóli sínu en hjólið keypti hann nýtt og er Súkkan af árg 1988.



Hér er Daði heitin Sigurðsson á Kawasaki H2 750 hjóli sínu af árg 1972, hann átti þetta hjól í marga áratugi.



Hér er Biggi Jóns # 5 alsæll með Triumph Trident 750 cc en þetta hjól gerði Biggi upp á átti í mörg ár.



Hér er Biggi Jóns # 5 á Trident hjólinu sínu.



Hér er hið fornfræga hjól Einars Sigþórs # 3 Suzuki T 500 árg. 1970 en þetta var eina 500 Súkkan sem kom til landsins á sínum tíma.Einar var mjög stoltur af þessu hjóli fannst honum hjóðið í því flott og bar hann ávalt mynd af því meðferðis, en þá var hann að vísu aðeins 16 ára gamall.



Hér er Steini Tótu # 24 á VFR 700 Hondu sinni af árg, 1986



Hér brennur afturendinn á Hilmari # 0 og Nortoninn á fullum damp eins og sagt var um gömlu gufuvélarnar.



Hér er Oddgeir Úraníusson á nýju Kawasaki ZZR 1100 hjóli sínu af árg 1992



Hér er Guðsteinn Eyjólfsson ( Gussi ) á CBX Hondu sinni á míluni árið 1980.



Og hér er undirritaður sokkur # 1 á Kawasaki Z1R 1000 árið 1980



Hér er Sigurjón Eiríksson # 29 á Suzuki GSX 600 en hjólið eignaðist hann nýtt árið 1988.



Hér er Pétur Andersen á BSA Rocket 3 750cc árg 1969.



Er ekki við hæfi að enda þessa upprifjun á mynd sem tekin var þegar ég loks fékk að prufa löggumótorhjól.  En það hafði mig dreymt um síðan ég eignaðist mína fyrstu skellinöðru 13 ára gamall en myndin vakti nú ekki neina stormandi lukku hjá umferðardeildini á sínum tíma en það verður að vona að kvikindið hafi nú þroskast smá að þeim 23 árum síðan myndin var tekin.
Flettingar í dag: 603
Gestir í dag: 58
Flettingar í gær: 875
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 829835
Samtals gestir: 58157
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 14:33:22