M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

09.01.2011 13:35

Byrjað á litlu endað á Mótorhjóli.
Hér má sjá Hilmar Lútherson sokk # 0 þegar hann náði að sjúga út leifar af Triumph Tropy 650 af árg 1968 en það var eina svona hjólið sem kom nýtt til landsins á sínum tíma Gylfi Úraníasson hafði átt þetta í mörg ár kallinn er landsfræg suga og náði þessu út úr Gylfa og var áhveðinn í að gera úr þessu gramsi hjól þó lítið væri að byggja á í upphafi, en sá gamli er seigur og endurbyggingin hófst fljótlega.og varð þessi naglasúpa bara  bragðgóð í lokinHér er svo Triumph Trophy hjólið eftir að kallinn var búinn að fara um það höndum og kaupa 80 % hjól í bútum frá Bretlandi og er ekki hægt að segja annað en að þeim gamla hafi tekist vel til og gaman að sjá hvað hægt er að gera ef vilji tími aurar og kunnátta eru til staðar og greinilegt að sá gamli hafði það allt til staðar.

Eldra efni

Flettingar í dag: 163
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 825
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 4859821
Samtals gestir: 639529
Tölur uppfærðar: 28.3.2020 14:19:01