M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

08.11.2010 20:35

Gömul eyja Honda cb 450
Þessa 450 Hondu rakst ég á síðasliðið sumar í Borgarnesi á sýningu Rafta mótorhjólaklúbbs þeirra Borgnesinga. Ég þekkti strax hjólið en það áttu á sínum tíma nokkrir eyjamenn fyrst Siggi Frímann heitin Reynisson þá var hjólið herbergisskraut í mörg ár hjá Ómari Sveinssyni en hann átti það á eftir Sigga síðan átti það Gauji Egils bróðir Sigurjörns Egils sokks # 99 en Gauji seldi hjólið upp á land um miðjan áttunda áratugin við vissum adrei hvað varð um hjólið eftir það þar til nú og í þessu fína standi í ofanálag Hondan cb 450 er af árgerð 1974

Þessar myndir fékk ég sendar frá núverandi eigenda og kann ég honum bestu þakkir fyrirBæti hér einni mynd af frumgerð Honda 450 K0 af árgerð 1966 en það má segja að þetta sé fyrsta stóra hjólið sem Honda framleiddi þegar hún kom ný að þá fékk hún strax nafnið Honda Black Bomber sem hefur loðað við hana allar götur síðan en þarna hófu Japanarnir sóknina inn á hjólamakaðinn í hópi stórra mótorhjóla. Við hér í Vestmannaeyjum höfum allar götur þótt stórtækir í mótorhjóla eign á þessari annars litlu eyju okkar og komu tvær svona 450 Hondur nýjar hingað árið 1966. 

Eldra efni

Flettingar í dag: 336
Gestir í dag: 63
Flettingar í gær: 1048
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 4977793
Samtals gestir: 652324
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 09:05:51