M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

03.11.2010 12:22

DR Bjössi og leindarmálið hans


Eins og flestir sokkar vita að þá er DR Bjössi öflugur við að gera upp gömul mótorhjól með frábærum árangri en það vita færri að kallinn á við vandamál að stríða en hann er gjörsamlega búinn að missa sig í söfnunini eins og þessar myndir hér að neðan sína.Við verðum að koma kalli í meðferð við petalagræjum en Hilmar snígill 1 og sokkur 0 féll í þessa gryfju líka og það er hægara sagt en gert að ná þeim upp úr þessu en ég hef heyrt að þegar myrkur er skollið á að þá læðist doktorinn í Ríguna sína og má engin vita um þessa fíkn kallsins. en myndirnar hér að neðan sína hve langt leiddur hann er.



Hér má sjá hvað hann er ánægður með tækið sem framleitt var austantjalds á sjöunda áratugnum og var talið öflugt á sínum tíma en það hvíslaði nágranni Bjössa að mér og hafði eftir honum



Þarna er Doktorinn að fara að losa bensínstíflu í græjuni og auðvitað er notaður Drullusokkur við verkið



Hér er vélasalurinn en Rígan er búin 2 gírum og skilar að minsta kosti 1 hestafli undir fullu álagi það verður gaman að hitta DR Bjössa í Norrænu næsta sumar þegar Rígan verður klár í slaginn
Flettingar í dag: 679
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 875
Gestir í gær: 135
Samtals flettingar: 829911
Samtals gestir: 58161
Tölur uppfærðar: 24.4.2024 18:56:55