M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

23.01.2010 12:40

Henderson árg. 1918Smá fróðleiksmolar frá Dr. Bjössa
Henderson hjólið er árgerð 1918, það er talið líklegt að hafi komið til Íslands nýtt eða mjög nýlegt, Grímur er búinn að eiga Henderson hjólið í ca. 40 ár hann bjargaði því af brotajárnshaug það var orðið mjög illa farið af ryði og tæringu, hann er búinn að smíða marga hluti í hjólið sjálfur þar á meðal stimplana, olíudæluna og pústgreinina auk allskonar arma og tengi fyrir stjórntæki hjólsins, smíða upp brettin og stellið að hluta, stanzaði nýtt afturljós nákvæmlega eins og orginal ljósið, þetta er vægast sagt stórkostlegt verkefni sem er komið á lokastig, gangsetning á mótornum verður mjög fljótlega að sögn Gríms og prufukeyrsla með vorinu, það verður gaman að sjá þessa öldunga þá Grím og Henderson renna af stað niður Háaleitisbrautina, maður og hjól sem eitt.

Eldra efni

Flettingar í dag: 221
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 197
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 4797668
Samtals gestir: 628816
Tölur uppfærðar: 19.1.2020 22:18:15