M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

25.03.2009 22:51

Smá hugleiðingar ritstjórnar


Okkur síðuhöldurum þykir leitt hve slappir Drullusokkar eru að tjá sig þar sem þetta er nú síðan okkar allra, og þar með erum við að renna svolítið blint í sjóinn með það hvort við séum að gera góða eða slæma hluti. Allar myndir af atburðum og fleira eru vel þegnar til þess að gera síðuna fjölbreyttari. Nú er klúbburinn að verða þriggja ára eftir rúman mánuð og félagar að verða um 200 talsins, en það eru kannski 4 til 5 sem hafa skrifað inn á síðuna að einhverju gagni. Við viljum helst ekki að þetta lognist út af. Við hljótum að geta gert betur "please,,. Ef einhverjum dettur í hug eitthvert umræðuefni er hægt að hafa samband við síðustjóra (vs@simnet.is) sem kemur þá þeim málaflokki inn. Fer þá allt spjall um það málefni fram innan þess flokks, ekki eins og í gestabókinni, eða allt í belg og biðu. Í lokin, allar gamlar sem nýjar mótorhjólasögur eru vel þegnar.

Eldra efni

Flettingar í dag: 171
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 235
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 4889111
Samtals gestir: 645495
Tölur uppfærðar: 29.5.2020 13:33:51