M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2013 Október

01.10.2013 20:06

Rakaheldar græjur frá Japan
Í árana rás hefur Hondum verið sundriðið með góðum árangri eins og myndin sýnir glögglega, þótt Hondan sé að mestu á kafi og fullri ferð í Islenskri á þá blasir Honduvængurinn á bensíntankanum vel við upp úr ánni þetta var leikið um miðjan sjöunda áratuginn og er ekki málið í dag enda Honurnar bara betri í dag. Pælið í því 1964 módelið af 300 Hondu á skriðsundi og á þessum árum tóku Bretarnir ekki EITT púst þótt hamast væri á kikkinu ( Ekki höfðu þeir rafstart greyin ) Ástæðn var einföld það var raki í loftinu og það dugði til að Lúkas gamli varð kvefaður og gat ómugulega tendrað neista með blautan kveikjubúnað og sultardropa í nebbanum. Svo málshættirnir eiga fullt erindi enn. Tökum tvo góða "Honda still going strong " " Honda four Ever" nó er enn til af góðum frösum enda góðar græjur. Það er því greinilega erfitt að slökkva neistann á Hondu jafnvel þótt menn séu atvinnuslökkvarar Ha ha...

01.10.2013 00:56

Brunapistill #5Breskt er bezt!!!!!!!!!!!!

Norton endurfæddur með Commando 961

Segja má að sá fyrsti sem reyndi að viti að koma Norton aftur á spjald sögunar aftur hafi verið ameríkani að nafni Kenny Dreer, nánar tiltekið í Oregon fylki í USA. Kenny var alvöru Norton aðdáandi (skiljanlega) og þekktur fyrir að gera upp Norton hjól og gera þau miklu betri en orginalið. 961 hjólið var hans hugmynd þ.e. hvernig nútíma Norton ætti að líta út og virka. Kenny ætlaði sér að smíða alvöru tveggja cylindra mótorhjól, en að fjöldaframleiða hjól er allt annað en að gera upp einn og einn Norton. Kenny smíðaði nokkur hjól en þetta náði aldrei neinu flugi. Það er síðan enskur maður að nafni Stuart Garner sem kaupir nafnið og grunnhugmyndina. En Stuart þurfti í raun að endurhanna hjólið frá grunni og fékk til liðs við sig nokkra góða menn t.d. Simon Skinner sem hafði verið hönnuður hjá nýja Triumph firmanu. Simon tók málið í sínar hendur í hönnuninni en þó með grunnhugmyndina sem fyrirmynd frá Kenny Dreer. Mótorinn er tveggja cylindra loftkældur með olíukæli, með tveimur ventlum á cylindra, með undirlyftustöngum (já eins og Harley) þjappa sögð 10,1:1.Mótorinn er sagður 88mm X 79mm, 961cc, með counterbalance til að hrista ekki tannfyllingar lausar (látum Harley um það !!). Með beinni innspýtingu og sagður um 80 hestöfl við 7700 snúninga, mjög mikið tog um 90nm við 5200 snúninga, gírkassi er fimm gíra. Full lestað þ.e. með bensíni og olíu er hjólið sagt 205 kg. Mótorinn er sagður yfir hannaður, sem sagt hugsanlega hægt að bæta verulega við hestaflatöluna. Hjólið er sagt mjög breskt í útliti en þó má sjá smá ítala í því líka, ljósmyndir segja sitt um það. Hægt er að fá hjólið í nokkrum útgáfum t.d. með Öhlins innverted fram og afturdempurum og að sjálfsögðu stillanlegum, fjöðrun er sögð "sportleg" sem sagt stíf/hörð. Frambremsudiskar eru tveir 320mm og Brembo caliberar, alvöru framendi og bremsur virka mjög vel, en nokkuð næmar. Felgur eru 17 tommu, bensíntankur tekur 17 ltr. Hjólið er sagt "höndla" eins og alvöru sporthjól, fer vel inní beygjur og mjög létt í hreyfingum á ferð, en aðeins versna málin t.d. á bílastæðum, sætishæð er sögð 32 tommur. Þrjár típur eru til af hjólinu 961 cafe racer, 961 SF og 961 Sport. Gerður er samanburður við Ducati Sport Classic og stendur 961 uppúr í þeim samanburði. Einnig má sjá á netinu prufu á 961 og Triumph Bonneville, en þar stendur Norton sig betur í flestu, líka verði því hann er um helmingi dýrari en Bonníinn, maður þarf alltaf að borga fyrir gæði segja sumir, en Norton 961 er að mestu handsmíðaður og í dag þarftu eflaust að bíða lengi eftir nýju hjóli, sagt er að sumir séu enn að bíða eftir sínu hjóli frá fyrstu pöntun. Hjólið er allavega með því flottara sem komið hefur á götuna í mörg ár þ.e.a.s. í þessum cafe racer stíl, en skoða má Triumph Thruxton til samanburðar. Englendingar eru að gera flotta hluti þó þeir gerist hægt. Nú er bara að sjá hver verður fyrstur til að fá sér nýjan Norton 961, kannski verður það maður einn sem býr að Skólavegi í Vestmannaeyjum sem kaupir fyrsta nýja Nortoninn, því eins og allir vita þá er breskt best. Sjá nánar um Norton Commando 961 á: nortonmotorcycles.com

Óli bruni # 173    (hugsanlega áður birt í blaðinu Kickstart)
Eldra efni

Flettingar í dag: 52
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 326
Gestir í gær: 90
Samtals flettingar: 4798657
Samtals gestir: 629041
Tölur uppfærðar: 23.1.2020 07:51:03