M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2013 Júní

06.06.2013 19:18

Rocket

Biggi og Símon eru víst búnir að vera í fjarnámi hjá Kevin Carmichael í vetur, það verður gaman að sjá útkomuna.

05.06.2013 09:54

Viggi #124

Viggi sendi okkur mynd af hjóli sem hann var að versla sér.
Kawasaki Zephyr 750 árg.1997.
Hjólið er afmælisútgáfa af 1973 Z1 900 Kawanum og er litasamsetningin í anda gamla ketilsins. Flott hjól og til hamingju með það Viggi.

04.06.2013 10:55

Formans og Meðhjálpara bílarnir eftir skoðunardaginn.


Á fimtudaginn síðasliðin var skoðunardagur mótorhjóla hér í eyjum og voru skoðuð hátt í 100 mótorhjól þótt veður hafi ekki verið okkur hagstætt. Formaðurinn og Meðhjálparinn mættu á bílum sínum og fengu báðir leiðindar miða á númmerin. Það lá grunur  á áhveðinn mann sem skellti miðunum á og glottu margir af uppátækinu.Hér er bíllinn hans Jenna Rauða með þessum líka flotta miðan á númmerinu. Það var fundið út á Brembó bremsudælurnar á bílnum sem kunnu vera úr einhverjum gerfiefnum og sögðu sumir að plast hafi komið eitthvað þar við sögu.Hér er svo bíll formanssins og sá Siggi Óli # 69 um að skoða hann og Jenna greyinu kennt um allt. Ykkur var nær að mæta á bílum á mótorhjóladaginn.

03.06.2013 10:39

Boggi kúlusmiður.
Hér er Boggi okkar kúlusmiður sokkur # 80 á Susuki Intruder 1400 cc hjóli sínu. Boggi sá um smíði á Kúluhúsinu hér á sínum tíma og eftir það er hann bara þekktur undir því nafni.Boggi er einn af þeim félögum sem mæta reglulega á fimtudagsfundi Drullusokka í Gullborgarkrónni.

01.06.2013 23:51

Afastrákurinn minn að máta Daxinn
Hér er afa strákurinn minn Tryggvi litli klár á Daxinn enda sumarið rétt að byrjaÞað verður tilhlökkunarefni hjá afa gamla að skreppa með guttanum út í gamla hraun og leifa honum að spreyta sig á Daxinum sem kominn er á 12 tommu felgur í stað 10 tommu sem voru undir hjólinu orginal.

01.06.2013 23:37

Crasy Frog á Matchless 500, árg 1946
Tók þessar um daginn þegar Crasy Frog prófaði Mathlessinn.


Eldra efni

Flettingar í dag: 431
Gestir í dag: 89
Flettingar í gær: 1223
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 5290144
Samtals gestir: 680285
Tölur uppfærðar: 17.4.2021 16:11:14