M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2012 Janúar

19.01.2012 20:38

Kawasaki Lögguhjól fyrir Dadda.




Daddi bað um Kawasaki lögguhjól svona til að þetta væru nú ekki bara einhverjar Hondu tíkur svo hér fær hann það sem hann vill og það beint í æð, en þarna er að vísu einhver vittleysingur búin að stela því (Hver stelur nú Kawa og það Lögguhjóli ?)



Hér er svo það síðasta sem við höfum séð af Kawasaki lögguhjóli Daddi minn.




19.01.2012 12:05

Þá er það CB 750 pólís spesial


Honda framleiddi einig cb 750 fyrir löggumarkaðinn



Hér er 1969 árgerðin af SOHC num sem úlistast sem single over head camshaft



Töff Tugti eins og Tótu Steini myndi segja



Það var aðalega löggan í Tókió sem notaði þessar Hondur á sínum tíma enda virkuðu græjurnar vel

18.01.2012 07:23

BlackBomber lögguhjól




Honda CB450 1965 police special

Honda framleiddi 25 svona hjól fyrir ameríkumarkað á sínum tíma.
Hjólið er 43hö. það er útbúið með nákvæmari hraðamæli en standart útgáfan,
tvö lögguljós, bögglabera fyrir talstöð og sjúkrakassa, og hávær sírena sem er tengd með barka í afturhjólið, og sett í gang með handfangi á stýrinu.
Hjólið sem er á myndunum er til á Bob Louge motorsports Honda safninu í Bandaríkjunum.

17.01.2012 09:03

(G)old-wing

Það er misjafnt hvað menn gera við hjólin sín og hvað mönnum finnst flott.
Mér var hugsað til Tryggva þegar að ég sá þessar tvær útfærslur af gömlum Honda Gold-wing.Kannski að Tryggvi breyti sínum e-ð í áttina að þessum tveimur !

Þetta er 1983 1100 GoldWing.
Eigandinn heitir Kevin Rowland og hann breytti hjólinu sjálfur. Tankurinn er af CB750, blöndungarnir úr gömlum Volkswagen, framdempararnir af Suzuki GSX-R og mixaður mono-afturdempari, bremsu- og kúpplingsbrakketin eru af CBR Hondu, og búið að græja vökvakúpplingu.


1975 1000 Gold Wing
Eigandinn er Paul Dutra, tankurinn er af KZ550, svo var bara allt sem mátti fara af hjólinu rifið af, hjólið lækkað, stellið sagað, beigt og soðið að aftan, eftir að gaurinn græjaði Gold Winginn svona fór hann á honum frá Canada til L.A. og til baka , ca. 5000mílur á 9 dögum, með þessu fína sæti.

Tekið af www.bikeexif.com

16.01.2012 08:13

MotoGuzzi V8

Moto Guzzi hannaði og framleiddi 8 cylendra kappaksturshjól á miðjum fimmta áratug síðustu aldar. Hjólið var gríðarlegt tækniundur á sínum tíma þrátt fyrir að hafa aðeins unnið þrjá sigra á þeim árum sem það var notað í keppnir.
Árið 1955 náði hjólið 275 kmh/klst á Spa brautinni.
Hjólið er 148 kg. í þurrvigt og skilar 78 hestöflum, 499cc vatskælt og 8.cyl. Mótorinn er virkilega nettur og tekur ótrúlega lítið pláss.
Fyrsta hjólið var framleitt 1954 og hóf keppni árið eftir, aðeins 5 svona hjól voru framleidd, og hjólið sem myndirnar eru af er 1957 árgerðin,síðasta árið sem Moto Guzzi notaði hjólið, en mótorinn í því hjóli var töluvert endurbættur frá fyrstu útgáfu. Moto Guzzi áttu samt alltaf í vandræðum með áræðanleika hjólsins.

Hjólið hefur kannski ekki útlitið með sér, en tækniundur síns tíma.



15.01.2012 12:56

Meira trial

Toni Bou er fæddur 17.okt. 1986 á Spáni, þrátt fyrir að vera ekki eldri en það er hann 10.faldur heimsmeistari í trial akstri.Hann hefur bæði unnið FIM innan- og utan-dyra titlana 2007-2011 samtals 10 titlar. Hann keppti sína fyrstu keppni 1999 þá á þrettánda aldursári sínu. Hann hefur unnið næstflesta heimsmeistaratitla í trial akstri en aðeins Dougie Lampkin hefur unnið fleiri eða 12.
Toni hefur ekið á Repsol Montesa HRC hjóli síðan 2007.


Og eitt töff video í restina fyrir þá sem vilja.

14.01.2012 11:43

Z1R 1000 árg 1978






Fyrir nokkrum árum síðan (kanski 10) gekk ég fram á þetta hjól í Austursræti í RVK og sá strax að um gamalt Eyjahjól var um að ræða, hjólið var að vísu orðið nokkuð sjoppulegt en enn með gamla númmerið V 2033. Þegar hjólið var hér var það silfurgrátt og áttu það fyrst Gunnar Boga og svo Addi Steini, Siggi Óli og síðast átti það hér Eyþór Þórðar. Hjólið leit vel út þegar það var selt upp á Norðurey en myndirnar tala sínu máli.


11.01.2012 20:10

2012

Jæja, er ekki kominn tími á að skoða hvað er í boði í hjólaheiminum 2012.

Triumph Scrambler
865cc, tveggja cylendra,58hö.
Triumph menn koma hér með enn eitt retro hjólið, hjól sem minnir á gamla tímann upp úr 1960 en með nútíma tækni, aksturseiginleikum og áræðinleika.
Töff old skúl græja í anda Steve McQueen



Yamaha Star V-max
Afi power cruiser-anna eins og  þeir seigja í útlöndunum.
1679cc V4 mótor, einstaklega öflugur cruiser,kraftmikill á lágum snúning og enn kraftmeiri ef honum er gefið hressilega. Sagt er að aksturseiginleikarnir séu mjög góðir og að drifskaftið trufli ekki mikið.



Harley Davidson V-Rod Muscle
1250cc muscle útgáfa á V-Rodinum,hann á að minna á amerísku muscle bílana, með 240 afturdekki, stórum loftskópum neðan við stýrið og satin krómuðu pústkerfi, styttra afturbretti og djúpu sæti, svona orginal custom hjól.

09.01.2012 21:40

Trial

Eru ekki einhverjir Drullusokkar sem finnst trial hjólin spennandi ?
Julien Dupont stunt trial-gaur og klikkhaus er hér að neðan á GasGas 300 2stroke trial græju, það eru ótrúlegustu hlutir sem menn gera á þessum hjólum, það eru nokkrir hér á landi að fikra sig áfram í þessari tegund af hjólamenningu.
Mér finnst þetta allavega spennandi sport.

08.01.2012 21:26

Michael Jordan #23

Hver man ekki eftir Michael Jordan, einn allra besti körfubolta snillingur allra tíma,
sexfaldur NBA meistari með Chicago Bulls, og hefur sett hin og þessi met í NBA, meira um það á www.nba.com.

En hvað skildi karlinn vera að gera í dag ?
Hann á meiri hlutann í nba-liðinu Charlotte Bobcats og svo á hann mótorhjólalið,sem keppir í ameríska superbike-inu.
Hann stofnaði það 2004 og notaði Yamaha fyrsta árið, síðan samdi hann við Suzuki og notar enn hjól frá þeim. Liðið hefur verið að vaxa og dafna og er nú farið að blanda sér í toppbaráttuna í einni og einni keppni. Roger Lee Hayden er einn af hans ökumönnum en hann er yngri bróðir Nicky Hayden #69 MotoGp meistara 2006.
Hér læt ég fylgja video af Jordan og hans hjólapælingum.
2.metra gaur á reisgræju lúkkar hálf kjánalega....
www.23race.com

08.01.2012 20:35

Vetrardund

Nú er ég aðeins búinn að vera að brasa í Blade-inu. Ég verslaði mér um daginn slip-on kút og bremsu og kúpplingshaldföng, reyndar notað, það er smá brunalykt af hlutunum en annars eru þeir ok.

Þessir flekkir í orginal kútnum fara hrikalega í taugarnar á mér.

Jardine RT5

Þá er fyrri hluti vetrarbreytinga klár.....

07.01.2012 20:57

HONDA CB750 Hondamatic

Honda kom með (hálf)sjálfsskipta útgáfu af CB750 á árunum 1976-78.
Þeir kynntu hjólið 1976 og var það bara selt á ameríku-markað.
Hjólið er útbúið með tveimur gírum og hvor gír hefur sína kúpplingu (en ekkert kúpplingshandfang), hjólið fer ekki á milli gíra nema að ökumaðurinn skipti sjálfur, nema þegar hliðarstandarinn er settur á, þá fer það í frígír.
Þeir notuðu sama mótor og í venjulega CB750 með nokkrum breytingum. Þjappan var minnkuð, notaðir voru minni blöndungar, sama olía er fyrir mótor og skiptingu, olíunni var komið fyrir í pönnunni (wet sump) í staðinn fyrir í olíukönnu (dry sump) eins og í hinni 750 Hondunni. Hjólið skilaði 47 hestöflum. Þetta hjól seldist lítið og var framleiðslu hætt eftir tvö ár á markaði. En eitt svona hjól rataði til Íslands og síðast þegar að ég vissi var það í ágætis standi.

"76

"78

07.01.2012 10:11

Enn er það dagatalið 2012


Nú ættu flestir Drullusokkar hér í Eyjum að vera búnir að fá dagatalið okkar fyrir árið 2012 í hendurnar en við settum í póst fyrir helgi dagatöl fyrir þá sem búa upp á fasta landinu. En ef einhver ykkar er ekki búinn að fá eitt slíkt þegar líður á vikuna að þá endilega hafa samband hér og við græjum það með hraði.

Hér eru svo nokkrar myndir sem príða dagatalið í ár.










Í dagatalinu okkar eru 28 myndir í anda þessara sem hér sjást enda var það ákveðið að tileinka þetta fyrsta dagatal okkar frumhvöðlunum í mótorhjólasöguni hér í Eyjum.

07.01.2012 00:19

Route 66


Þetta ferðalag er ábyggilega hrikalegt ævintýri.
Það virðist ekki vera stórmál að leigja hjól í Bandaríkjunum til þess að aka þennan heimsþekkta þjóðveg , Route66.
Ef maður gúgglar motorbike rental route66, þá koma upp allskonar möguleikar á mörgum síðum. Það er án efa hrikalega skemmtilegt að skella sér út og aka þvert yfir Bandaríkin og sjá menninguna sem maður hefur bara séð í bíómyndum fram að þessu.

linkur á eina síðu

04.01.2012 17:30

Túrbínutímabil hjólanna

Túrbínutímabilið var ekki langt, það stóð aðeins yfir í þrjú ár  í byrjun níunda áratugarins frá 1982-1984.  Þá komu allir fjórir stóru japönsku hjólaframleiðendurnir fram með hjól með afgastúrbínum. Reyndar hafði Kawasaki tekið forskot á þetta með 1978 árg.af KZ 1000 Z1-R TC. En þetta var verksmiðjuviðurkennt bolt-on eftirmarkaðs túrbína. Hjólið svínvirkaði og náði best 10.90sek á kvartmílunni sem var mjög gott á þessum tíma. En það fylgdu þessu aukaverkanir. Bremsurnar voru engan veginn að ráða við þetta og þar sem mótorinn var loftkældur voru menn varaðir við að keyra lengi á miklum snúning þar sem mótorinn gæti bráðnað! Einnig var hætta á því að samanþrykktur sveifarásinn sneri uppá sig Þessari framleiðslu var hætt eftir tvö ár.




Kawasaki KZ-1000 Z1R Turbo

Túrbóhjólin sem fylgdu á eftir voru mun fínslípaðri og meira samhæfð.

Honda kom með CS650 Turbo sem var V2 vatnskælt með innspýtingu, Yamaha kom með SECA 650 TURBO, Kawasaki kynnti GPz750 TURBO til sögunnar og Suzuki kom með XN85 TURBO sem var með 675cc mótor.

Af þessum hjólum var Kawasaki hjólið að skila mesta aflinu, enda var Kawasaki á þessum tíma óumdeildur meistari hestaflanna og Kawinn hafði töluverða yfirburði í afli. Hann fór kvartmíluna á 11,40 sek á 118 mílna hraða og náði 139mph hámarkshraða. Næst kom Hondan með kvartmílutímann 11,75 sek á 112 mílna hraða. Súkkan var ekki að virka sem skyldi og henni lýst eins og hún væri alls ekki með túrbínu!

Framleiðslu þessara hjóla var fljótlega hætt og var Kawasaki síðast með 1984 árgerðina.

Helsta ástæða þess að framleiðslu var hætt var sá stóri galli sem er við túrbínur í mótorhjólum, en það er hið svokallaða "lag" eða seinkun í afli þannig að inngjöf er ekki línuleg, sem getur verið varasamt þegar komið er útúr beygju og túrbínan kemur skyndilega inn og þú ert að balancera á tveimur litlum snertipunktum. En túrbínur hafa verið að þróast og eru að verða sífellt betri og "laggið" verður sífellt minna, þannig að það er aldrei að vita nema túrbínuhjól eigi eftir að koma
aftur!

(heimild: Cycleworld)


Kawasaki GPz 750 Turbo


Suzuki XN85 Turbo

Honda CX650 Turbo

Yamaha SECA 650 Turbo

Flettingar í dag: 866
Gestir í dag: 81
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824683
Samtals gestir: 57689
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 15:47:11