M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

16.02.2015 19:01

Svaka tjúbari

Superbike gaurar dagsins í dag eru harðir naglar með stáltaugar, en superbike gaurarnir í þessari klippu eru það líka x 10. Þessi klippa er frá keppni á Laguna seca brautinni í USA í AMA superbikeinu frá 1979. Í keppninni eru menn að prófa að setja camerur á hjól, og þess vegna eru myndirnar virkilega flottar, camerurnar eru aðeins fyrirferðarmeiri en GoPro þannig að ekki lét hjólið sem var með tank-cameru vel að stjórn en myndirnar flottar. í klippunni er líka farið yfir muninn á keppnishjóli og götuhjóli, og þarna koma einnig fram þónokkrar goðsagnir mótorhjólakappaksturs fyrir sjónir, þar á meðal  Wes Cooley, Eddie Lawson & Freddie Spencer. Það er magnað hvað hægt er að láta þessa þungu járnhlunka hlíða góðum ökumönnum.
Fyrir þá sem ekki eru nógu sleipir í enskunni þá er klippan textuð.

Eldra efni

Flettingar í dag: 4640
Gestir í dag: 174
Flettingar í gær: 3495
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 3235953
Samtals gestir: 113836
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 15:12:05