M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

14.07.2014 20:09

Þverhausar í Eyjum um síðustu helgi.
Um síðatliðna helgi heimsóttu okkur hinn merki mótorhjólaklúbbur "Þverhausar" MC. En nokkrir Þverhausar eru fyrir hér á Suðurey. Og sjást þeir hér á myndini En Þarna eru Addi Steini, Biggi Jóns, Darri, og Tryggvi allt Þverhausar hinir mestu. En aðrir á myndini eru Smári Kristjáns, Hilmar Lúthers, Óli bruni, Sigurjón Andersen, Heimir Barða og Njáll Gunnlaugs. Þarna vantar að vísu Torfa Gull sem sat á dolluni og notuðum við tækifærið og stylltum upp í myndatöku á meðan. En meira af fundinum hér að neðan.Slegið var upp humarveislu með hvítu í nöðrukoti og vel tekið til matarins.Hér er Smári að kynna fyrir okkur fyrir nýjasta ferðamátanum á mótorhjóli inn í sendibíl heitir það og er kallinn vel búinn hefur með sér varadekk ef það skyldi nú springa á Súkkuni á ferðalaginu inn í bílnum. Já þeir eru klárir Gaflararnir.Súkkur í Hondu heimum nei bíddu nú hægur.Verðum við ekki að jafna þetta aðeins og setja inn 3 Hondur.Hún er flott 380 Súkkan hans Smára.Já og 550 Súkka Doktorsins.Torfi Gull var sá eini sem mætti á breta og greinilegt að þeir eru óðum að hverfa af sjónarsviðinu, allavega þessir gömlu orginal bretar.Hér er svo Heimir á 650 Yammanum með "öfuga" frambrettinu.Andersen Þverhaus no 2.Hér er Vestmanneyiski Gaflarinn Gummi Dolla við 750 Hondu sína.Hér mátar Gummi litla Daxinn en hvernig er það er ekkert sæti á honum ?Anton kíkti við og fékk sér Bailýs glas.Addi Steini rifjaði upp gömul kynni við 550 en síðast var hann á svona hjóli árið 1979 en þá fór hann yfir í fjórgengis græjur.Biggi rifjaði líka upp gömul kynni við GT 380 en hann átti svona grip árið 1973 og spændi um allar götur í gosinu með Völlu sína aftan á.Þessi gæti nú verið tekin árið 1973 bara nokkur aukakíló komin á og smá grátt í vanga líka en ég fékk stundum að sitja aftan á hjá Bigga það er að segja þegar Valla var þar ekki fyrir.En mynni ykkur bara á að á fimtudagsmorgun förum við Drullusokkar austur um land og er ferðini heitið á hjóladaga á Akureyri og ætlum við að verða þar upp úr hádegi á föstudaginn næsta gerum við ráð fyrir einum 10 til 12 manns í ferðina og er það bara nokkuð góð þáttaka í 200 manna klúbbi....

 

 


Eldra efni

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 955
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 5047174
Samtals gestir: 657129
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 17:41:52