M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

13.11.2013 21:50

Innsent bréf.......

Okkur barst þetta bréf nú á dögunum, ágætis pælingar hér..Kæru heimasíðu aðdáendur, áhugamenn mótorhjóla og svo bara þeir sem lesa allt.

Reyni að vera ekki of heimspekilegur (frekar auðvelt fyrir mig), en mig langar að setja niður á blað nokkrar línur um netfjölmiðla þá sem við notum flest dags, daglega og hverjir eru þessir fjölmiðlar: Jú eflaust í fyrsta sæti er "fésið" þar sem menn/konur geta tjáð sig um alla skapaða hluti, t.d. næstu klósettferð, hvað er í matinn, (í rangri röð !!), næsta partí, nýi kjóllinn/jakkinn og  allt sem hægt er að bulla um pólitíkina (úff) o.fl. o.fl. o.fl. Þetta lesum við sem eru "fésarar" og lækum eða kommentum á þetta eins og engin sé morgundagurinn. Það kemur bros á vör þegar maður sér jafnvel 30-40 læk á hvað einhver sagði frá um hvað var í matinn !! og að sjálfsögðu nokkur komment. Þegar maður spyr sjálfan sig sem og aðra t.d. leiðist okkur svona eða er þetta bara hinn nýi heimur, öll samskipti á "fésinu" !!?? Þá fær maður nú bara þetta augnaráð sem þýðir, sá er orðin gamall og þreyttur, fylgist ekkert með ! Ég tala nú ekki um þá fornmenn/konur sem ekki eru með í leiknum= ekki á "fésinu" þeir eru nú bara ekki viðræðuhæfir ættu að vera komnir á elliheimili. En nóg tuð um "fésið" það sem ég ætlaði aðallega að JÁ kommenta á eru heimasíður sem engin leið er að bera saman við "fésið", því þetta er allt annar samskiptamiðill og byggður upp á allt annan máta, (ætla ekki útí tæknihliðina, úff það er eins og lesa um Hondur!!). Nær öfugt við "fésið" þá kallar vinna við heimasíður á mjög mjög mikla vinnu, því ef ekki er stöðugt verið að setja inn nýtt efni þá deyja þær drottni sínum hratt og vel. En við lifum í heimi þar sem við krefjumst stöðugra nýunga, ekki bara daglegra heldur oft á dag helst. Til að viðhalda áhuga okkar þurfa þeir sem halda utanum heimasíður að vera stöðugt að leita að nýju efni, ja bara svipað og mbl.is eða visir.is. Getum við hin ímyndað okkur hvað þetta er mikil vinna, nei alveg örugglega ekki, nema að við leggjum þessum aðilum lið. Hvernig spyr maður ? Jú með því að lágmarki að setja inn umsagnir (komment) um það efni sem birtist okkur á heimasíðunni, eða þá þeir duglegri að senda inn efni um allt og ekkert (mótorhjól/mótorhjólasögur/mótorhjólamyndir). Hvernig stendur á því að heimasíður sem lesnar eru af tugi manna daglega, fái engin "komment" eða "læk", er það svona miklu meiri vinna en á "fésinu" spyr maður, því flottar ljósmyndir, sögur og greinar fá að meðaltali eitt komment og kannski þrjú læk. Nú eru eflaust margir sem nenna að lesa þetta farnir að segja, þvílíkt "helvítis" tuð og röfl í þessu staðnaða liði, veit það ekki að "fésið" er málið og þar eru allir !! En tölur segja annað á teljurum heimasíðu. Því segi ég kæru heimasíðu aðdáendur, styðjum við bakið á þessu frábæra fólki sem leggur á sig ómælda vinnu við að halda áhugamáli okkar gangandi og SETJUM INN LÆK OG KOMMENT, eða tjáum okkur um hvað mætti betur fara, hvað ætti að skrifa um og svona má lengi telja. Ég trúi á okkur öll að þegar á reynir þá tökum við okkur taki, því það væri mjög dapurt ef heimasíður um mótorhjól færu til hjólahimnaríkis. Lengi lifi heimasíður.

Kv. Heimasíðuaðdáandi og (uss ekki segja frá á fésinu yfir öxl konunnar)Eldra efni

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 46
Flettingar í gær: 344
Gestir í gær: 92
Samtals flettingar: 4936673
Samtals gestir: 647964
Tölur uppfærðar: 2.7.2020 05:27:05