M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

15.06.2013 19:18

Náttfarar í heimsókn í Eyjum.


Í dag komu í heinsókn til okkar sjö félagar í Náttfara bifjólaklúbbi þeirra Húsvíkinga. Þeir komu með Hrejólfi kl, 16,30 og tóku nokkrir drullusokkar á móti þeim og sýndu þeim eyjuna svona í stórum dráttum. Náttfaramenn eru virkilega heppnir með veður hér en þetta er annar dagurinn sem er góður það sem af er sumri og vonandi að framhald verði á því hjá okkur. Hér eru nokkrar myndir sem ég tók af þeim félögunum í dag.







Hér eru þjár teknar út á útsýnispalli.



Og ein hér fyrir utan Nöðrukot. En gamli ætlar að fara að klína á kofann svo hann verði nú fínn fyrir 40 ára goslokaafmælið í byrjun júlí. Með þeim á myndini er brottflutti Húsvíkingurinn Viðar Breiðförð sem Húsvíkingarnir losuðu sig við fyrir fjölda árum síðan og við sitjum víst uppi með og ekki einu sinni spurðir hvort við vildum.

Eldra efni

Flettingar í dag: 4969
Gestir í dag: 176
Flettingar í gær: 3495
Gestir í gær: 19
Samtals flettingar: 3236282
Samtals gestir: 113838
Tölur uppfærðar: 31.1.2026 17:04:27