M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.09.2012 12:17

Elsta Honda Gold Wing hjól Islands




Hér eru nokkrar myndir af elsta Honda Gold Wing hjóli landsins en þetta hjól kom nýtt á Blönduós árið 1977. í dag á það Isleifur Ástþórsson # 76 en lengst af var það í eigu Geirs heitins Valgeirssonar # 48 á Stokkseyri.



Sá gamli er í flottu standi hjá Idda.





Hér er svo ein mynd sem ég tók um 1990 en þarna var hjólið í eigu Geirs frænda sem notaði hjólið gríðarlega mikið og hjólaði á milli Reykjavikur og Stokkseyrar allt árið en sá gamli bjó á Stokkseyri en vann í RVK og það var farið af stað í öllum veðrum enda var sá gamli grjót harður hjólari og lét vel af Góldaranum en sagði ég hefði nú átt að setja á það hærra stýri, það hefði farið betur með mig svoleiðis.
Flettingar í dag: 1815
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 4562
Gestir í gær: 54
Samtals flettingar: 2040269
Samtals gestir: 100790
Tölur uppfærðar: 30.4.2025 10:19:18