M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.08.2012 19:12

Vegna útfarar Sveins Matthíassonar.





Kæru félagar og vinir á þriðjudaginn næstkomandi kl 14:00 verður útför Svenna Matt # 2 gerð frá Landakirkju. Það er einlæg ósk okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta með hjól sín upp að kirkju á þriðjudags morguninn á milli kl 11:00 og 12:00. Ætlun okkar er að mynda heiðursvörð frá Skólavegi og upp að kirkjugarðshliði. Með þessu viljum við sýna hinum látna virðingu okkar.
Vonum að sem flestir hjólamenn hér í Vestmannaeyjum sjái sér fært að mæta.

Stjórn Drullusokka.

Eldra efni

Flettingar í dag: 3408
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 9938
Gestir í gær: 7
Samtals flettingar: 3166129
Samtals gestir: 113227
Tölur uppfærðar: 14.1.2026 16:49:28