M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

28.05.2012 10:00

Útför Hauks Richardssonar


Útför Hauks Richardssonar verður gerð út frá Fríkirkjunni í Reykjavík næstkomandi föstudag kl 15,00 en hann ber upp á 1 júní. Það verður mikið af mótorhjólafólki sem kemur til með að fylgja honum Hauki enda vinamargur maður, það eru uppi hugmyndir um að hafa hópkeyrslu honum til heiðurs eftir útförina. Við erum nokkrir vinir Hauks hér í eyjum sem ætlum að fara á mótorhjólum suður og vera við jarðarförina. Til minningar um góðan og traustan félaga týndi ég hér til nokkrar myndir úr safni okkar af Hauki og nokkrum félögum hans í gegnum árin. Hér er fyrst mynd af þeim Eðalvinunum til margra áratuga Ólafur R Magnússon ( Óli Bruni ) og Haukur.Hér eru þeir saman Haukur og Hilmar Lúthersson ( Tæmerinn) en þeir stúderuðu margt saman og fóru í margar ferðirnar út um allt land.Frá vinstri talið Biggi Jóns, Haukur, Óli Bruni, Hjörtur Jónasson mágur Hauks, Hlöðver Gunnarsson og Óli Sveins. Á góðri stundu með félögunum, Haukur, Biggi, Jenni Rauði, Hilmar, og Geir Valgeirsson heitin.Þarna liggur vel á köppunum.Hér með Darra í Bragganum.Haukur hefur átt mörg mótorhjólin í gegnum árin og hér er eitt þeirra Yamaha FJ 1200En í mestu uppáhaldi hjá Hauki voru Kawasaki mótorhjólin. Hér er hann með gullmolann sinn Z 1000 árg 1978.Hér er það Yamaha FJR 1400.Hér er ein frá bretaárunum þarna er það Triumph Trident 750 cc.Og hér er ein í lokin þar sem undirritaður Drullusokkur # 1 er með félaga Hauk # 79 aftan á Hondu að sjálfsögðu.
 Þeir Drullusokkar sem hug hafa á að fylgja Hauki eru beðnir að hafa samband svo við getum skipulagt ferð með Herjólfi upp á land.

Eldra efni

Flettingar í dag: 678
Gestir í dag: 134
Flettingar í gær: 955
Gestir í gær: 122
Samtals flettingar: 5047174
Samtals gestir: 657129
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 17:41:52