M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

21.02.2012 20:34

Scania 1300


Tryggvi spurði hér í athugasemdum að neðan, af hverjum Darri keypti FZR-inn, ég er nú ekki mjög minnugur sjálfur, en ég man að sami maður átti þennan 1300 Kawa.


Þessi hjól eru með 1300cc. 6cylendra vatnskældum 120 hestafla mótor og drifskafti. Hjólið var kynnt í nóvember 1978 og kom fyrst á markað 1979. í upphafi þróunarferilsins átti hjólið að vera í superbike flokki, en á endanum kom það á markað sem stór og aflmikil ferðagræja. Hjólið er 300kg. í þurrvigt. Yngri módel komu svo með vindhlífum og ferðatöskum og alveg skuggalega ljót.

Flettingar í dag: 5193
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 2364
Gestir í gær: 9
Samtals flettingar: 2661777
Samtals gestir: 109880
Tölur uppfærðar: 18.9.2025 21:57:11